Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, mars 31, 2009

ó ó ó það eru galdrar. þú veist. aldrei trúa að það sé ekki svoleiðis.

mánudagur, mars 30, 2009

Hressandi lag og ágætis texti!

laugardagur, mars 28, 2009

Að hlusta á uppáhalds plötuna mína, Toto I frá 1978!

föstudagur, mars 27, 2009

Heiða selur í kolaportinu laugardaginn 28. mars frá 11-17. Föt, geisladiskar, bækur, plötur, óskalög, heimspekiráð, galdrar, og margt fleirra. Ódýrt en frábært stöff. Flæer í vinnslu, en fótósjoppið mitt er nú ekki upp á marga fiska. Þar til þá:

miðvikudagur, mars 25, 2009

Það er best að vera svolítið á eftir og byrja á einhverju þegar allir eru að missa áhugann....eða eitthvað svoleiðis. Ef tískubylgjur fara í hringi á 20 ára fresti er gott að vera 5 árum á eftir og vera úber-hallærislegur, en á móti kemur að þá er maður líka 15 árum á undan.
Þess vegna hef ég verið að hlusta á vínilplötur soldið lengi. Þær er ég reyndar ekki að fara að selja í kolaportinu næsta laugardag, nema þær sem ég á tvær af eða fíla ekki (tildæmis Elvis Presley). Svo er ég með FUULLTT af diskum, og þá meina ég fullt.

En nú er best að byrja að Twitta, þegar það er að verða halló:




    follow me on Twitter


    mánudagur, mars 23, 2009

    Er hress á Hressó. Það er hressó á mánó. Fæ mér kaffó og sígó. Var í bíló frá Kefló til Reykjó áðan. Fer á Músó-fund á eftir. Á eftir er að fara í gegn um fullt af diskum og dóti til að selja í Koló á laugardag. Meira um það síðast.

    sunnudagur, mars 22, 2009

    vá. blabla. er að drekka te, gaba. dettur alltaf í hug hin frábæra setning gabba gabba hey frá Ramones þegar ég drekk þetta te. það er því orðið frábærara fyrir vikið því Ramones eru svo frábærir. Úr einu pönki í annað. Er búin að vera með Buska á heilanum síðan á föstudag. Lét eftir mér að láta það á fóninn og hækka vel og dansa þegar ég vaknaði áðan. Morgunverkin voru því: Vakna, teyja úr sér, pissa, dansa við Buska, borða banana og drekka gaba te, og blogga. Heilbrigð forgangsröð hér í gangi: Hugsa um líkamann, hugsa um andann, hugsa um líkamann, hugsa um andann. Næs.

    laugardagur, mars 21, 2009

    heyrðu heyrðu. er kominn laugardagur? hvernig gat þetta gerst? vantar kaffi. ætla að fá mér svoleiðis.

    miðvikudagur, mars 18, 2009

    Var búin að steingleyma þessari síðu en var að muna hana aftur:

    http://www.boohbah.com/zone.html


    Hours of fun, I'm telling ya!!!!!!
    Er að blogga með grátt skrýmsli á vísifingri hægri handar sem ég fann í kassa með dóti. Mæli ekki með því. Ótrúlega finnur maður mikið fyrir því hvað allir fingurnir eru mikilvægir þegar einn þeirra er svona skrýtinn. Sérlega ervitt að gera Ý´´yýýý. ufsilon í, semsagt. Kaffi er gott, og þessi dagur er búinn að vera svona lausir endar sem eru að festast-dagur. Kannski komin með djobb nmæsta sumar. Fæ meiri verk. sem eru borguð. Er að fylla út e-r skjöl til að reyna að fá frystingu e-a lána. Fór í jóga og bakið þoldi það með besta móti. Fór í labbitúr hjá vatnstönkunum og fann lykt af vorinu. Er að að fara að taka til meira í vínil- og geisladiskum og selja það sem ég nota ekki, (sem er smá af vínin, þar sem ég á 2, eða bara hef fengið gefið og fíla ekki, og HELLINGUR af cd, sem ég á núna á vínil, og/eða fékk gefins eða er hætt að hlusta á. Búin að panta kolaportsbás á kompudegi þann 28.mars!!!!!!!!!! Ætla að gera flotta auglýsingu í fótósjopp og setja hér þegar nær dregur, og dreyfa líka um allt. En stimpliði inn daginn. Verð líka með föt og bækur og smáhluti og galdra og sel óskalög á 50 kall stykkið. Hahaaaahhhhnhnhnha, þetta verður gaman. Og músó að fara að bresta á í ofanálag. Sveimér þá. Jahérna hvað það verður nú gaman.

    þriðjudagur, mars 17, 2009

    Búin að vakna og fara ekki aftur að sofa, gera jóga í tæpan klukkutíma, lesa um framandi lönd, drekka grænt úlong-te, fá mér hráfæðismat, lesa blogg, fá mér ábót á úlong og nú skrifa blogg. Eftir: Skoða póstinn minn, svara póstinum mínum, fylla út eyðublað, ná í bréf (ef tilbúið), fullgera skýrslu,gera tutlusalat, borða tutlusalat, fara í bæ, ná í síma, syngja í hafnarfirði, koma áftur. Og margt fleirra. En fyrst: Anda inn, anda út, og svo hefst það.

    mánudagur, mars 16, 2009

    Ég er ekki alveg viss hvað ég gerði um helgina, en mér finnst að það hafi örugglega ekki verið neitt hættulegt. Ég las reyndar glæpasögu í baði...sem gæti endað ílla. En annars fór smá tónlist í gegn um systemið á föstudagskvöld og svo var opnun kosningaskrifstofu á laugardag, en tekið rólegt sjónvarpskvöld á laugardagskvöld. Á sunnudag fóru Elvar og Óliver í bíó en ég í leikhús. Þeir á Þessa og ég á þetta

    Já reyndar er Rústað með óhuggulegri hlutum sem ég hef á ævinni upplifað, en að sama skapi mjög eftirminnilegt og alls ekki tilgangslaust ofbeldi og þ.a.l. tilgangslaust leikrit. Áhorfandanum er dálítið stillt upp og hann minntur á hvernig heimi við búum í. Allavega langaði mig bara að fara heim í fjölskylduknús um leið og sýningin var búin, og mig langar eiginlega bara enn að vera heima í fjölskylduknúsi. Svo líklega hefur þetta verið nokkuð góð helgi bara. Ég ætla að skreppa í bæ eftir hádegi og vera samt ekki of lengi. Rétt að kíkja á nokkra staði. Svo ætlar Elvar að elda bleikar fiskibollur í kvöld sem hann lofar mér að verði sælgæti...Spennandi

    föstudagur, mars 13, 2009

    Gleðilega helgi. Ekki nema svona 7 hlutir sem ég þarf að massa og gera í dag, en ef ég næ ekki neinum (eða ekki öllum) er ég ekkert að fara að fá áfall neitt. Svona er ég nú afslöppuð og róleg í dag, enda svaf ég út og sit hér með kaffi og blöð og tölvu í rúminu, enn á nærbrókunum einum fata.....Já föstudagar eru til að njóta og það er ég að gera. Sendi ykkur fullt af njóti í gegn um tölvuskjáinn.

    fimmtudagur, mars 12, 2009


    ...og uppáhalds töffaralagið mitt með stranglers!!!
    Jóga og svo amerískar pönnukökur með ávöxtum er líklega besta mögulega leið til að starta góðum degi. Er á leið í gufubað á velli á eftir, en fyrst að vinna aðeins.

    þriðjudagur, mars 10, 2009

    Sonur minn vaknaði með frumsamið rapp á heilanum:

    "Þegar þú fretar,
    er einhver verri en Bretar?
    Hver drekkur þinn skít?
    Mamma þín er hvít!"

    Ég segi: pilturinn er upprennandi stórskáld. Greinileg snillingamerki....veiiiiiiiii!!!!!

    Prufiði að flytja þessa rímu upphátt og heyra hrynjandann.

    laugardagur, mars 07, 2009

    í gær var ég of allskonar til að muna/nenna/hafa tíma til að blogga. í dag virðist tíminn vera nægur í alls konar. Duttum inn í mynd sem heitir The Swimmer á sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöld seint. Snilld. Linkur á hana hér. Vanmetin snilld. Enn og aftur sannast hvað maður veit lítið um alls kyns hluti í heiminum og hefur alla ævi til að læra og bæta við vitneskju sína. Erum á leið í fjör(u)ferð m. góðum gestum, og svo í matarboð í gær. Lífið blómstrar í sólskininu. síjúleiter

    fimmtudagur, mars 05, 2009

    uppfærði linka. tók út þá sem eru læstir, hættir eða (of) latir. bætti inn elsku alberti og einhverjum gaur sem ég þekki ekki en rambaði á síðuna hans. og svo link á aftöku, fyrir þá sem vilja vita hvað er að gerast í þessu samfélagi...
    í gær ryksaug ég bílinn og kannski næ ég að þrífa með sápuvatni innan úr honum í dag. það er bara fjandanum kaldara (eða var allavega klukkan átta í morgun þegar ég keyrði óliver í skólann). mælirinn sýndi 8 gráðu frost og það er slatti, með smá vindi. Bíllinn er þó á réttri leið og það er svaka fínt. ég er líka á réttri leið og batavegi, þótt ég finni enn smá til í hálsi og sé með snert af slími í nefi. að líkamlegri heilsu frátallinni er ég bara í glimrandi stuði og nokkuð spennt fyrir því að það sé að koma vor bráðum. sit ég hér og drekk grænt oolong og fer að koma mér í bæinn á eftir. á að mæta á einn stað klukkan fjegur, en þarf að henda dóti í endurvinnslu og fara í gufubað og skipta einu í einni búð, helst að koma aðeins við á skrst. en það gæti þó verið í lagi að gera það bara á morgun, sérstaklega ef ég geri allt hitt stöffið í dag. svaf af mér jóga í morgun (sofnaði aftur eftir óliversskutl og fréttablaðslestur) og er bara að spá í að gera nokkrar sólarhyllingar og axlarstöðu hérna á eftir, áður en ég keyri brautina. í kvöld ætla ég vitanlega að sjá gunna rifja upp pönkið á nýló.

    miðvikudagur, mars 04, 2009

    Miðja vikunnar. Hádegi dagsins. Sólskin veðursins. Þvottur bílsins. Rækt líkamans. Skrif tölvunnar. Gláp sjónvarpsins. Tiltekt hússins. Kveðja bloggsins.

    þriðjudagur, mars 03, 2009

    Morgunbréf. Það er þriðjudagsmorgunn, einn af mínum uppáhaldsdögum. Nánar til tekið einn af mínum sjö uppáhaldsdögum. Ég svaf um sexoghálfan tíma, sem er um einumoghálfum tíma minna en ég hefði viljað, en það er ekki að koma að sök klukkan átta að morgni, þegar það er nær bjart úti. Ég elska að vakna og sjá sólina koma upp og ljósbláan himinn. Þegar svona er komið í árinu er ég nokkuð viss um að vorið er á næsta leiti. Í dag ætla ég að fara í jóga, fara til reykjavíkur og tékka á skólavist í háskóla íslands fyrir heiðu, og í listaháskóla íslands fyrir elvar, og toppa svo daginn með að kíkja í pantaðan tíma til nálastungugúrúsins. pestin sem ég fékk er á undanhaldi og ég því komin með smá orku aftur. fór í sund í gær með elvari og óliver, og sá síðarnefndi var svo glaður, enda ekki búinn að fara í nokkra mánuði, kallinn. í gær var hann með eyrna-tappa og gyllta sundhettu og því alveg vatnsheldur þrátt fyrir rörin. ég hjálpaði óliver að senda sinn fyrsta tölvupóst, þar sem hann hvetur fólk til að senda sér póst til baka út af því að hann hafi ekki fengið nein bréf enn. ,,en maður verður að senda bréf til að fá bréf", sagði ég honum, og áttaði mig svo samstundis á því hvað þetta væri mikil speki og yfirfæranleg á margar hliðar lífsins.
    Að lokum: Mig vantar meiri vinnu, til að fá meiri innkomu. Hver vill ráða mig í skemmtilega vinnu?
    kærar morgunkveðjur til ykkar allra sem lesið skemmtilegt-ið.
    Heiða

    mánudagur, mars 02, 2009

    ég er í stuði. en hvað það er nú gaman. er að horfa á simpson óruglaðan á stöð2. simpson er fyndinn. ég fór í sund í góða veðrinu og óliver líka, með gyllta sundhettu á hausnum.

    sunnudagur, mars 01, 2009

    Er að blogga í mömmutölvu, sem er gaman, því hún les nú alltaf bloggið mitt á þeirri tölvu. Hæ mamma. Og hæ þið líka hin öll sömul. Sunnudagur til sælu, og pítsuveisla á leiðinni til okkar mömmu, pabba og Ólivers.