Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 31, 2005

oooo blogg fór, ég döpur, skrifa ekki núna aftur, glatað að tapa góðri bloggræðu.
Ég keypti hanska í dag, bláir, sixtís, 5 evrur, og nú er ég alltaf fín....í druslustrigaskóm með hár út í loft og gallabuxum, en ég er samt fín...því ég á hanska.
P.S. Ingó hafa samband, vegna fyrirhugaðra tónleika...verð að vita hvort af verður sem fyrst.

sunnudagur, mars 27, 2005

helllllooooooo!
Er her stodd i Oberursel, thar sem engir islenskir stafir eru a lyklabordinu, svo eg skrifa sona skemmtilegt. Oberursel er i tiu minotna fjarlaegd fra Frankfurt, og alveg hreint yndislegur smabaer. Her erum vid buin ad vera i luxusliferni sidan a fimmtudag, otrulegt hvad thetta hefur lidid hratt. Adan upplifdum vid i fyrsta skipti thyska paskatradition, sem er ad fara ut i gard med korfu og leita ad paskaeggjum, en thad var buid ad fela yfir eitt hundrad litil smaegg og nammi. Svo var einn stor sukkuladipaskaheri sem var merktur hverjum og einum. Eg fann minn fljotlega, en Elvars heri var lengst uppi i tre og hann fann hann ekki strax. Mjog fyndin og skemmtileg hefd. Vaeri til i ad prufa thetta a naesta ari a Islandi, en that fer natturulega eftir vedrinu. Hlakka til ad demba mer aftur i sma laerdomstorn, en paskafriid er enn, og verdur lika a morgummmm. Roadtrip til baka til Berlinar a thridjudag. AEtlum ad skiptast a ad keyra tha, svo eg fae lika ad profa Funfunfun at the Autobahn. Djofull eru thetta bunir ad vera finir paskar. Las Grafarthogn eftir Arnald Indridason i gaer og dag! Geggud god bok, sko. Eg var alveg buin ad akveda ad eitthvad sem vaeri svona vinsaelt gaeti ekki verid neitt serstakt. Typiskt eg, ad vera med fordoma fyrir vinsaeldardrasli. Verd ad jata mig sigrada. Arnaldur er snilldarpenni, og nu verd eg ad lesa allt eftir hann. Aftur i sukkuladiat og stuuuuuuuud. Over and out from Oberursel

fimmtudagur, mars 24, 2005

Í gær kom dagurinn mér á óvart svo um munaði. Ég sat við skrifborðið og lærði klukkan ellefu um morguninn þegar síminn hringdi. Þar var Wolfgang nokkur Müller að ath. hvort við værum laus í spilerí sama kvöld. Vinur hans, sem á veitingahús, var í vandræðum því söngkonan sem syngur þar var veik. Við sögðum já takk, og fengum því hringingu frá veitingahúsaeigandanum. Veitingahúsið heitir Abendmahl, er í Kreuzberg, og er með sérstök "borðið í myrkrinu"-kvöld, einu sinni í mánuði. Við áttum að syngja 3 lög, á milli rétta, og allt í niðamyrkri náttúrulega. Þetta reyndist hin besta skemmtun, en við sátum sveitt við æfingar með lokuð augun megnið af deginum. Málið er með að spila á gítar og horfa ekki: Það er ekkert mál, en maður hefur líka alltaf MÖGULEIKANN á að kíkja eldsnöggt niður á hálsinn ef á þarf að halda. Þegar sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi er fokið í flest skjól. Elvar er náttúrulega gítarhetja mikil og lék sér alveg að þessu. Ég sleppti gítarspili og söng bara. Raddbönd hegða sér sem betur fer eins í myrkri. Tvö frumsamin lög og "Lovesong" með Cure í okkar útsetningu. Mikið klapp, mikil gleði, borgun og þriggja rétta lúxusmáltíð í lok kvölds!

þriðjudagur, mars 22, 2005

ég er með bólu á kinninni, og það blæðir því ég kroppa hana. elvar setti plástur á kinnina mína, og nú lít ég endanlega út fyrir að vera fimm ára aftur.

mánudagur, mars 21, 2005

kláruðum lag í gær. þannig að nú eru lögin orðin 7. í dag ætla ég að læra. verst hvað er alltaf erfitt að læra heima hjá sér. ef það virkar ekki, ætla ég að hjóla út í einhvern garð með bækurnar. en þá verð ég að vera vel búin því það er assgoti svalt enn. sáum samt brum á trjánnum á laugardag, þegar við gengum í tvo tíma og skoðuðum m.a.friedrichshein volkspark. í gær hjóluðum við með mella út í kroizberg og fórum þar í karókí inni í klefa, ótrúlegt sport. mér skilst að þetta sé svona eins og japanir fari í karókí. allavega, þarna eru nokkrir glerklefar og þeir eru alveg hljóðeinangraðir svo margir geti sungið á sama tíma. svo kaupir maður klukkutíma í klefa, og pantar sér drykk, og byrjar að syngja. þetta var stórkostlegt. elvar tók ógleymanlega útgáfu af "l.a.woman" með doors, og ég söng "one" með metallikku næstum eins og james heddfíld (tek fram að ég er ekki mikill metallica-fan), og melli kántríaði upp útgáfu sína af "taking care of bussiness" með bachman-turner overdrive. svo var random-takki á karókífjarstýringunni, og hann var notaður á milli, til að búa svo til nýjar laglínur við lög sem öllum voru ókunn. það er eiginlega skemmtilegast. við bjuggum til nokkur seventíslög, sem ég væri til í að eiga. næst komum við með mínídísk með og tökum okkar útgáfur upp, og gefum svo bara út!!!

laugardagur, mars 19, 2005

ósjitt! Ég gleymdi eins árs ammæli þessarar bloggsíðu! Síðan átti afmæli 2. mars. "Hún átti afmæli þá, hún átti afmæli þá, hún átti afmæli'ún bloggsíða.....hún átti afmæli þá"
Vá, fyrstu tónleikar HELLVAR afstaðnir! Fluttum fyrst fjögur kassagítarslög af útkomnum plötum, en undum svo okkar kvæði í kross og HELLVAR frumflutti 6 lög. Fengum alveg glimrandi viðtökur, og boð um nokkra hugsanlega tónleika. Hrikalega gaman að flytja þessi lög, og nú er að semja helst fjögur til viðbótar og þá erum við nær lagi að hafa heilt prógram með HELLVAR-lögum. Næstu tónleikar annan miðvikudag í apríl. Borðuðum linsusúpu á imbiss í Kroizberg, sem Melli hafði kynnt okkur fyrir. Líklega besta súpa sem ég hef borðað á æfinni, og kostaði 2 og hálfa evru...Kuldinn kominn aftur, á að vera 5 stiga frost í kvöld, en svo verður 16 stiga hiti samkv. veðurspá næsta fimmtudag. Spennandi.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Berlín tók á móti okkur, klukkan ellefu að kvöldi, með 13 stiga hita. Við vorum fegin, og okkur var svo tjáð að vorið hefði komið með skelli kvöldið áður. Þá gerðum við náttúrulega alvöru vorhreingerningu í dag, og íbúðin hefur aldrei verið svona fín. Ég er ekki sú myndarlegasta þegar kemur að heimilisverkum, en þetta var bara eins og í ajaxauglýsingu. Ég var hvítur stormsveipur, get svo svarið það. Það er líka undarlegt að vakna, og einhvernveginn LANGA til að ryksuga, held bara að það hafi aldrei komið fyrir mig áður. Nú er ég í eftirþrifavímu, og ætla nú að reyna að gera vikuleg þrif til að það safnist aldrei upp. Limewire, besti félagi minn í tölvuforritaformi, stóð sig með glæsibrag og dj-aði bara stuðlög meðan á öllum þrifunum stóð...en nú er hann að spila "The Bewerly Brothers" af Bowie-plötunni Hunky Dory sem ég verð að mæla með fyrir alla. Tónleikar á morgun, best að æfa í kvöld.

mánudagur, mars 14, 2005

vantar súrefni. farin út að ná mér í soleiðis. fæ lánaðan kraftgalla. vildi ég gæti tekið hann með út til berlínar á miðvikudag. heidegger bíður á mörg hundruð blaðsíðum, eftir að ég lesi sig og túlki. hann er löngu dauður, og eflaust glaður að einhver sé að sýna honum athygli. á einhver lóðbolta til að lána mér?

sunnudagur, mars 13, 2005

Mig langar að vera mótórhjólahippi sem krúsar á chopper. Las Zen and the Art of Motorcycle Maintenance sem unglingur, og hafði hún mikil áhrif á mig, ásamt myndinni Easy Rider. Hef alltaf haft það á bak við annað eyrað að taka mótorhjólapróf og ganga í Sniglana. Hugsa að ég láti bara verða af því einhverntíma bráðlega. Komið á 3gja ára planið. Nú þekki ég líka fínan kall sem Keli heitir, og hann er Snigill, og ég gæti þá farið út að hjóla með honum. Læt mér duga lúið reiðhjól í Berlín fyrst um sinn.

föstudagur, mars 11, 2005

Reykjavíkin er nú kúl borg, og mikið var gott að keyra niður laugarveginn og fram hjá austurvelli og þvælast svona aðeins um. Samt ótrúlega fyndið þegar ég og Elvar sögðum samhljóma: "Nú, nýtt merki fyrir túristana?" og vorum þá að tala um eitthvað skilti sem er hjá Kaffi París, sem var þar ekki þegar við vorum þarna síðast. Pæliði í því, maður þekkir Reykjavík það vel, að maður tók eftir NÝJU SKILTI. Hillllllarious. En hvað um það, ferðin var í alla staði vel heppnuð, og guð hvað ég er þakklát fyrir að eiga vini. Ég hitti marga, og fékk svona "ég á þá líf eftir allt, því einhverjum finnst ég skemmtileg"-tilfinningu. Við erum líklega bara soldið búin að fyrirgefa Íslandi, og farin að sjá kosti þess, og orðin spennt fyrir að koma heim, ja eða allavega ég. Ég er búin að sjá eitthvað nýtt og læra, og tileinka mér margt útlandinu og það er alveg nauðsynlegt, en er bara, held ég, södd. Eigum tæpa viku eftir á Íslandi og notum hana að sjálfsögðu í almennt knús og kysserí með besta barni í heimi. Svo eru eftir rétt um 4 mánuðir í Þýskalandi, og þá þessum hluta lífsins lokið, og næsti tekur við. Svei mér þá, það verður nú fínt. Ég hlakka samt alveg til að fá smá gott veður í Berlín, ef það kemur þá einhverntíman vor eftir allt saman. Veðrið á Íslandi þúsund sinnum betra í augnablikinu. Sól í hjarta, sól í sinni...sól í sálu minni.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Fyrirhuguð er kaupstaðarferð á morgun, fimmtudag 10/3. Þeir sem vilja hitta okkur geta slegið á þráðinn í síma 6166770, og munum við reyna að anna eftirspurn. Annars verður að mestu bara dúllast. Þurfum að sinna lánadrottnum og öðrum skólatengdum málum. Svo er splunkunýtt barn Önnu og Wolfs sem þarf að skoða. Gunnar og fjölskyldu væri gaman að skoða líka. Birgir Örn Thoroddsen þarfnast einnig skoðunar, sem og Tónabúðin sem er skyldustopp í kaupstaðarferð. Einnig er soldið nauðsynlegt að koma við í Ríkisútvarpinu, því það er svo skemmtilegt. Ef tími vinnst til er bókamarkaður í Perlunni sem er áræðanlega ekkert leiðinlegt að stoppa á. Annars er eitthvað lítið um skotsilfur, svo líklega er best að láta bókamarkaðinn bíða þar til á næsta ári. Komst að því þegar ég sat á bókasafninu í gær og lærði, að ég léki mér of lítið úti. Herbergið sem ég fékk til lesaðstöðu er kallað Babílon, man ekki af hverju, en það er gott að sitja þar. Er á leiðinni aftur núna. Man ekki eitthvað, er viss um að ég ætlaði að segja eitthvað meira, en því er stolið úr mér. Hver er að stela úr mér??????

mánudagur, mars 07, 2005

Jaja, jæja. Nú er það áherslubreyting. Verð því miður að hætta að gera ekki neitt, og byrja að gera eitthvað. Það er miður, því auðvitað er skemmtilegra að gera ekkert en eitthvað. Hef nóg að gera, nenni bara ekki að byrja á því (kannast ekki einhver við þetta?) Tannlæknaferð á Selfoss skipulögð eftir tæpa klukkustund, svooooo verð ég að taka skipulagðan lærutíma, bara verð. Ég hef svo sem oft velt þessu fyrir mér áður, en það er bara fáránlegt hvað það er erfitt að BYRJA að læra, eða BYRJA að skrifa ritgerðir, svo þegar boltinn fer að rúlla er allt skítlétt og gaman...Já svona er nú tilveran undarleg. Farin í verkfall gegn byrjunum á ritgerðum, og bætti við link á hinn dularfulla Johnny Poo.

sunnudagur, mars 06, 2005

formúla í nótt...vaknað á hádegi og læri borðað. Afvelta fyrir eitt á sunnudegi. Svo fékk Óliver 3 ískúlur og hoppaði og skoppaði og ældi svo og ég greip æluna með hendinni. Nú er hann hættur að hoppa, og ég er búin að þvo mér um hendurnar. Nú förum við í bíó á Selfossi. Bangsímon og fíllinn, það er myndin sem Óliver vill sjá. Prógram morgundagsins: Finna bókasafnið á Laugarvatni og vera þar þar til ég rykfell og kóngulóarvefir myndast á mér og/eða ég klára ritgerðina.

laugardagur, mars 05, 2005

hamingja=gufubaðið á laugarvatni!!!

föstudagur, mars 04, 2005

Sveitin er alveg að gera sig. Ég er svo róleg og afslöppuð, að mér dettur ekki í hug að vera eitthvað að drífa mig í bæinn strax. Löbbuðum úti í gær, og fórum svo inní hlýjuna og gerðum kakó. Svo var leikið, og leikið og borðuð pízza og farið í bað og lesið mjallhvít og dvergana 7 og sofnað og þá horfðu foreldrar á heila seríu af "six feet under" sem er besta sjónvarpsefni sem gert hefur verið. Núna er verið að spá í sundferð, svo verð ég ábyggilega að reyna að opna Heidegger-bók og lesa og glósa og gera eitthvað smá um helgina. Annars skilst mér að það sé ædol í kvöld, og þar sem ég hef ekkert fylgst með því er kannski bara gaman að sjá hvernig þetta fer fram. Ég er náttúrulega almennur aðdáandi söngs, en veit ekki alveg hvort ég er aðdáandi þessarar keppni eða ekki. Verð bara að athuga það. Annars horfði ég líka á "Strákana" í gær, og ég sver'ða mér finnst Pétur ógeðslega fyndinn maður. Hann var líka svaka fyndinn útvarpsmaður, þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Hef sko aldrei séð þessar "70 mínútur", þannig að ég er eiginlega að sjá sveppa, audda og pétur í fyrsta sinn í sjónvarpi. Ég er alveg að fríka út í sjónvarpi ha ha ha, gott að gera ekkert og glápa á sjónvarp. Það er svo gjörsamlega andstæðan við það sem ég er búin að vera að gera síðustu mánuði, og það sem ég kem til með að gera þá næstu...

fimmtudagur, mars 03, 2005

nú er ég í sveitinni á Laugarvatni. Sofnaði í faðmlögum við Óliver í gærkvöldi. Það heyrist ekki múkk hérna á nóttunni. Mikið er það yndislegt. Ég líka bara svaf í einni lotu án þess að rumska í meira en tíu tíma, og það hefur ekki gerst lengi. Á eftir ætlum við að klæða okkur vel og fara út að leika með Óliver. Hver veit hvað gerist svo? Ekki ég...

þriðjudagur, mars 01, 2005

ég er hýr og ég er rjóð, ég er að koma heim!
jéjéjé, og þjóðverjar geta sko bara bakkað upp í boruna á sér og skellt í lás. hahahah