Í dag er góður sunnudagur. Viðburðaríki gærdagsins var með ólíkindum. Fórum aðeins út að labba eftir að hafa haft það náðugt við lestur bóka, og teikningu mynda og áhorf teiknimynda. Gengum í góða veðrinu niður á Rosenthaler Platz, þar sem við keyptum smá franskar og eitthvað nasl, svo fórum við í gamaldags-analog- svarthvítan ljósmyndakassa sem þar hefur verið komið fyrir. Fyrst fór öll fjölskyldan, og kámugt tómatsósuandlit Ólivers nýtur sín mjög vel í svart/hvítu. Svo voru teknar árvissu kærustuparsmyndirnar, og ég verð að segja að við verðum bara sætari og sætari, hlýtur að vera þýska mataræðið... Svo var ferðinni heitið í innflutningspartý hjá Eirúnu og Magga, á Torstrasse, en þaðan fórum við heim um 10. Þá komu Andrés og Rúna og fengu að passa fyrir okkur. Við Elvar, ásamt Sunnu og Jónu fórum hins vegar á langþráðan, velumtalaðan og stórfínan goth-stað sem er hér í nágrenninu. Hann stóðst allar væntingar og gott betur, og er nú minni nýji uppáhaldsstaður. Að lokum löbbuðum við aðeins meira um og enduðum kvöldið á því að borða vel útilátið og gómsætt kebab. Gaman og skemmtilegt og þökkum við Andrési og Rúnu kærlega fyrir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli