Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 02, 2004

Er alveg að fara að sofa en ákv. að segja ykkur fyrst frá því ógeðslega skemmtilega sem ég gerði á fimmtudagskvöld. Ég hafði lengi ætlað að prufa sundlaug í berlín, en hún er smá spöl frá heimilinu, svo ég skellti mér bara í gufubað til að reyna að ná úr mér veikindum. Er alltaf orðin viðþolslaus á öðrum degi veikinda. Vissi um gufubað á Rykestrasse, sem er í 5 min. göngufæri, og fann númer þeirra á netinu og hringdi svona til að tékka á verði, opnun og hvað ég þyrfti að taka með. Afar almennilegu piltur svaraði mér, jú það er opið til miðnættis. já það eru 6 evrur fyrir klukkustund, en dýrara ef þú kemur ekki með handklæði. Nei, þú mátt alls ekki koma með sundföt með þér, þetta er nefnilega allsber gufa!!! Noh, þaðernebblegaþað. Ég er nú ekkert allt of spéhrædd, hef meira að segja farið einu sinni í sturtu fyrir bæði kynin (í Kristianiu árið 1995, Valgeir þorði ekki, svo hann beið fyrir utan...hahah), þannig að ég skellti mér bara. Allt til að reka burtu illa sýkla. Í gufubaðinu fékk ég einn sýnirúnt, því svo þurfti ég að fjarlægja gleraugun og með því sjónina líka. Þarna er allt sameiginlegt: Einn búningsklefi, 2 sameiginlegir sturtuklefar, og 3 gufuböð. Einn 60 gráðu eucalyptus-gufuklefi, 85-gráðu gufa, og loks finnskt gufuhús sem er kynnt upp í lágmark 100 gráður. Það er úti í afmörkuðum og lokuðum bakgarði, og fullt af bekkjum og stólum og einni vaðlaug o.s.frv. Svo er einn kaldi pottur (að finnskum sið líka). Mér fannst nú soldið skrýtið að klæða mig úr, og fór nú á nærbuxunum inn á klósett, fór þar úr restinni af fötunum og vafði mig stóru handklæði. Svo kom að sturtunni og þá var ekki aftur snúið. Ég lemti strax í sturtu milli tveggja karlmanna, og svo bara rúllaði boltinn áfram. Gufurnar voru stórfínar, og er ég hálf fegin að hafa verið gleraugnalaus því þá veit ég minna um hvort einhver var að horfa á mig eða ekki. En eftir smá tíma vandist þetta afskaplega vel, og ég var alveg sallaróleg að tína á mig spjarirnar á leiðinni upp. Ég gaf mér líka tíma til að fara á barinn og valdi mér þar epla/kirsuberjasafablöndu. En þar var hægt að fá um 20 mismunandi ávaxtasafa, og einnig bjór og vatn. Mjög merkileg reynsla, og ég held ég fari barasta aftur. Kannski ég noti linsurnar í næsta skipti....

Engin ummæli: