Er eitthvað slöpp við að halda vaknámorgnanna sofna miðnætti rútínu. Fékk mér bókasafnsskírteini hér í Berlín og tók fullt af teiknimyndasögum fyrir fjölskylduna, og er nú búin að lesa Bláa Lótusinn og 2 Ástrík-bækur, og glugga í Teiknimyndir frá DDR. ALLT Á ÞÝSKU!!! Þetta er náttúrulega frábær aðferð til þýskunáms, og aldeilis yndælt þegar ég get ekki sofnað á kvöldin/nóttunni. Ástríkur og ég vorum vakandi til 3 í nótt, og það var nokkuð fínt. Óliver lasinn, fór ekki í nýja leikskólann í dag, þri. Það verður bara að hafa það, þótt aðlögunin klippist í sundur. Stofnaði bankareikning í gær. Það þarf 9 undirskriftir til að fá bankareikning... veit ekkert hvað ég var að skrifa undir. Líklega víxla fyrir bankastarfsmanninn sem var svo nýbyrjaður að vinna úti, að hann býr líklega ennþá hjá foreldrunum sínum, og talar engin tungumál nema þýsku, og þekkir ekkert sína eigin borg. Þurfti að spurja mig í hvaða hverfi ég byggi út frá póstnúmerinu... en meira að segja ég er búin að læra að öll póstföng sem byrja á 104 eru Prenzlauer, 101 Mitte...og s. framv. Gaurinn var 18 ára ég sver það...Og skíthræddur við að slá eitthvað vitlaust inn í tölvuna sína, og klúðra pappírsflæðinu. Æj, þetta pappírsflóð er nú bara fyndið. Er á leið út að læra. Vonandi kemur eitthvað skemmtilegt og óvænt fyrir.
Nýr linkur: Drekabeta
Engin ummæli:
Skrifa ummæli