finally..segi nú bara ekki annað. Netið er eitthvað óstabílt hér í húsinu og því var það niðri frá föstudegi til núna... fráhvörfin voru meiri en ég hélt, sakna helst að geta ekki skoðað blogg, skrifað blogg og hlustað og horft á RUV á netinu. Dáldið leiðinlegt að fatta að maður er svona húkkt, en á móti kemur reyndar að ég hef ekki horft á sjónvarpið í næstum 2 vikur, nema glefsu úr hinni og þessari teiknimynd með Óliver. Sjónvarpið sjálft er líka komið inní svefnherbergi úr stofunni og því er nú loksins hægt að lesa bækur, læra, og spila á gítar þar án þess að vera fastur í heimi og hljóði teiknimyndanna sem flæða nonstop úr tækinu. Rosalega mikill munur. Elvar færði þetta á laugardag, og íbúðin er hreinlega önnur eftir breytinguna. Gott að liggja í stofunni og lesa með daufa og notarlega birtu og laus við hátíðniískur sjónvarpstækisins í bland við teiknimyndatal á þýsku. Í gær vorum við í matarboði og partýi hjá Sunnu og Jónu. Þær skreyttu allt og tóku hallóvínþema partýsins mjög hátíðlega. Gengu jafnvel svo langt að skýra alla réttina á hlaðborðinu sínu satanískum nöfnum sem voru jafn fráhrindandi og maturinn var í raun ljúffengur. Ekkert nafnanna nógu fagurt til að hafa hér eftir, trust me!
Óliver sagði fyrsta óumbeðna orðið sitt á þýsku í lestinni í gær. Hann hélt á snuddunni sinni og sagði svo: "snudda er snúlla" spekingslegur á svip og stakk henni svo upp í sig. Mikið rétt, orðið yfir snuddu er Snulla, og borið fram með ú-i. Hann er bara að fatta þetta drengurinn. Morgun meiri aðlögun. Annar klukkutími sem hann er einn, og ef í lagi fáum við kannski að prófa að lengja þetta á þriðjudag.
Haukur Már passaði í gær, og var í miklu stuði þegar við komum heim, sagði að Óliver hefði sagst elska sig!!! Það er nú alveg frábært þegar börnin manns eru svona miklir sjarmörar...
Æ núna er ég hætt í bili að skrifa sögur um Óliver. Þarf að elda, þarf að ljúka síðustu síðunum af ritgerð. Þarf að baða mig, þarf að lesa smá.
Fórum í Mauer Park garðinn á markaðinn þar í dag. Ég og Óliver og Steffen hinn þýski og þar hittum við SunnJón og ég reyndi að böska. Gekk ekki vel þar sem Óliver stöðvaði mig með óskum um að vilja pissa og sjá hundinn og fá húfu og hlaupa í grasinu og s.frv. Held ég geri aðra atlögu þegar ég er ein, virkar betur...
Bless for ná
Engin ummæli:
Skrifa ummæli