Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Það eru til vondir dagar og góðir dagar. Á vondum dögum er allt grátt og ég skil ekki tungumálið og berlínarbúar eru ókurteisir og ég rétt missi af öllum lestum og það er kalt og ég verð batteríislaus í geislaspilaranum og gleymi húfunni heima. Í gær var ekki þessi dagur, heldur nákvæmlega andstæðan. Náði meira að segja að glósa hluti í tíma sem herra Reiner Adolfi skrifaði ekki upp á töflu heldur sagði bara. Ég skildi. Svo gat ég ekki vaknað í morgun í tímann um Schelling, sem mér finnst svo mikilvægur, en hann er klukkan moðerfokking átta, og til að ná fyrir átta verð ég að vakna tæplega moðerfokking sjö! Það bara virkar ekki nógu vel. En hvað um það. Hér er ég reiðubúin að fara út, ætlum með Elvar til læknis, því hann hóstar enn, svo förum við eflaust á kaffihús og lærum, og ég tek téðan Schelling með þangað. Þetta kaffi sem þú gafst mér Elvar vakti mig svo illilega að ég er bara vöknuð. Vá!
Vinsamlegast gefðu mér meira svona gott kaffi.
Bless,
Heiða

Engin ummæli: