Leita í þessu bloggi

laugardagur, janúar 08, 2005

nýkominn til baka, og því komið nýtt blogg...eða eitthvað...nýja árið er ekkert svo frábrugðið því gamla. Mér líður svipað, en finnst ég samt vera soldið týnd. Hvar er fólkið sem ég þekki? Hvar er barnið mitt? "Hvar er jörðin sem ég ann, hvar er sveitin, hóllinn minn?" Ég er komin til Berlínar en er lítil og ekki enn lemt og kominn í rútínu. Á morgun höfum ég og Elvar gert mikið læruplan, svo eflaust kemur þetta smá saman. Okkur er líka boðið í mat til Hauks annað kvöld, og Sif er í heimsókn!! En ég sakna Jónu og Sunnu, og Melli er í ferðalagi, og Eirík er í skíðaferðalagi.....vonandi kemst ró á lífið aftur bráðum....og ég þarf að fara að gera hlutina á listanum mínum líka.

Engin ummæli: