Ég fór í bað og ilma og er mjúk eins og ungabarn. Spiluðum púl á "Musikladen" sem er svona ellilífeyrisþegastaður, meðalaldurinn er ábyggilega 50 ár, og þeir elstu á áttræðisaldri. Þau virðast ekki vera að fíla billjard neitt sérstaklega, og því er borðið alltaf laust. Það er gaman þarna. Fullur kall gaf mér brenndan disk með átta plötum með Bruce Springsteen, bara svona upp á djókið... Svo söng ég Kisslagið "I was made for lovin' you baby" með gömlum rokkara, og hann sagði mér allt um Kiss, enda var hann aðdáandi. Og allt þetta gerðist milli 9 og 12 og svo fórum við heim. Í dag lærðum við á kaffihúsi, tæp blaðsíða í Heidegger sem ég er að reyna að klóra í á þýsku. 19 orð glósuð, náði samt ekki samhengi...Hlakka til að fá bækur á ensku sendar til að geta farið að skilja. Get semsagt átt samræður um Kiss á þýsku, en ekki lesið Heidegger. Hmmm. Jóhann Jóhannson hélt snilldartónleika hér í gær. Matti Hemstock á trommur, og svo einhver fiðlukvartett. Mjög flott og soldið brjáluð tónlist hjá Jóa. Allt fullt af Íslendingum að horfa, og svo er líka einhver voða fín kvikmyndahátíð í gangi, sem sumir Íslendinganna eru komnir til að fara á. Ætlum að reyna að komast á eina á morgun, eftir Íslandsáhugamanninn Wolfgang Muller sem ég hef aldrei hitt, en heyrt margt um. Svo er önnur eftir Börk Gunnarsson á fimmtudag. Bruce er bara ágætur, alltaf gaman að fá geisladiska upp í hendurnar. Vááááá, Christopf sendi mér nýja Tom Waits um daginn, og það er bara besti diskur í heimi, ég sver'ða. Langar svo að heimsækja Christoph til Oberursel, sem er rétt hjá Frankfurt, en ég er með einhverja streptokokkasýkingu, og viðkvæm í öllum slímhúðum. Reykurinn á barnum fór t.d. alveg með augun mín, sem eru núna með rauð og bólgin augnalok. En baðið var gott.
Verð að taka því rólega bara og ná þessum vírus í burt, þá getum við skroppið til Christophs, og séð nýja Tuomo Kjartan, Jako Kára og Nóru. Bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli