Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 24, 2005

Í gær kom dagurinn mér á óvart svo um munaði. Ég sat við skrifborðið og lærði klukkan ellefu um morguninn þegar síminn hringdi. Þar var Wolfgang nokkur Müller að ath. hvort við værum laus í spilerí sama kvöld. Vinur hans, sem á veitingahús, var í vandræðum því söngkonan sem syngur þar var veik. Við sögðum já takk, og fengum því hringingu frá veitingahúsaeigandanum. Veitingahúsið heitir Abendmahl, er í Kreuzberg, og er með sérstök "borðið í myrkrinu"-kvöld, einu sinni í mánuði. Við áttum að syngja 3 lög, á milli rétta, og allt í niðamyrkri náttúrulega. Þetta reyndist hin besta skemmtun, en við sátum sveitt við æfingar með lokuð augun megnið af deginum. Málið er með að spila á gítar og horfa ekki: Það er ekkert mál, en maður hefur líka alltaf MÖGULEIKANN á að kíkja eldsnöggt niður á hálsinn ef á þarf að halda. Þegar sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi er fokið í flest skjól. Elvar er náttúrulega gítarhetja mikil og lék sér alveg að þessu. Ég sleppti gítarspili og söng bara. Raddbönd hegða sér sem betur fer eins í myrkri. Tvö frumsamin lög og "Lovesong" með Cure í okkar útsetningu. Mikið klapp, mikil gleði, borgun og þriggja rétta lúxusmáltíð í lok kvölds!

Engin ummæli: