Leita í þessu bloggi

mánudagur, mars 07, 2005

Jaja, jæja. Nú er það áherslubreyting. Verð því miður að hætta að gera ekki neitt, og byrja að gera eitthvað. Það er miður, því auðvitað er skemmtilegra að gera ekkert en eitthvað. Hef nóg að gera, nenni bara ekki að byrja á því (kannast ekki einhver við þetta?) Tannlæknaferð á Selfoss skipulögð eftir tæpa klukkustund, svooooo verð ég að taka skipulagðan lærutíma, bara verð. Ég hef svo sem oft velt þessu fyrir mér áður, en það er bara fáránlegt hvað það er erfitt að BYRJA að læra, eða BYRJA að skrifa ritgerðir, svo þegar boltinn fer að rúlla er allt skítlétt og gaman...Já svona er nú tilveran undarleg. Farin í verkfall gegn byrjunum á ritgerðum, og bætti við link á hinn dularfulla Johnny Poo.

Engin ummæli: