Leita í þessu bloggi

mánudagur, mars 21, 2005

kláruðum lag í gær. þannig að nú eru lögin orðin 7. í dag ætla ég að læra. verst hvað er alltaf erfitt að læra heima hjá sér. ef það virkar ekki, ætla ég að hjóla út í einhvern garð með bækurnar. en þá verð ég að vera vel búin því það er assgoti svalt enn. sáum samt brum á trjánnum á laugardag, þegar við gengum í tvo tíma og skoðuðum m.a.friedrichshein volkspark. í gær hjóluðum við með mella út í kroizberg og fórum þar í karókí inni í klefa, ótrúlegt sport. mér skilst að þetta sé svona eins og japanir fari í karókí. allavega, þarna eru nokkrir glerklefar og þeir eru alveg hljóðeinangraðir svo margir geti sungið á sama tíma. svo kaupir maður klukkutíma í klefa, og pantar sér drykk, og byrjar að syngja. þetta var stórkostlegt. elvar tók ógleymanlega útgáfu af "l.a.woman" með doors, og ég söng "one" með metallikku næstum eins og james heddfíld (tek fram að ég er ekki mikill metallica-fan), og melli kántríaði upp útgáfu sína af "taking care of bussiness" með bachman-turner overdrive. svo var random-takki á karókífjarstýringunni, og hann var notaður á milli, til að búa svo til nýjar laglínur við lög sem öllum voru ókunn. það er eiginlega skemmtilegast. við bjuggum til nokkur seventíslög, sem ég væri til í að eiga. næst komum við með mínídísk með og tökum okkar útgáfur upp, og gefum svo bara út!!!

Engin ummæli: