nú er ég í sveitinni á Laugarvatni. Sofnaði í faðmlögum við Óliver í gærkvöldi. Það heyrist ekki múkk hérna á nóttunni. Mikið er það yndislegt. Ég líka bara svaf í einni lotu án þess að rumska í meira en tíu tíma, og það hefur ekki gerst lengi. Á eftir ætlum við að klæða okkur vel og fara út að leika með Óliver. Hver veit hvað gerist svo? Ekki ég...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli