Leita í þessu bloggi
sunnudagur, maí 15, 2005
böskaði svona fyrir alvöru í fyrsta skiptið áðan. Það var rosa skrýtið en skemmtilegt. Ég sat ein á götuhorni í 2 tíma og spilaði og spilaði, bara allt sem mér datt í hug: bítla, cure, police, u2, david bowie, svona týpísk kassagítarslög sem ég hef lært í gegn um tíðina. Þetta var bara fínt. Ég fékk svo 5 evrur upp úr krafsinu, svo tímakaupið er afar lágt, en hey, 5 evrur eru 5 evrur, og ef ég sit kannski tvisvar til þrisvar í viku í 2 tíma þá bara er þetta ágætt. Svo má geta þess að í dag er hvítasunnudagur, og því frekar lítið af fólki, svo kannski er meira virka daga. Fyrsta tilraun var allavega ánægjuleg með eindæmum, og í stað þess að sita heima og glamra á gítar gerði ég það bara úti á götu og fékk smá aur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli