Er búin að gera lítið af viti í svona 2 daga (mánudag og þriðjudag) Fyrir utan reyndar að fara á kaffihús í gær og læra slatta, en ég átti alveg pínu erfitt með gang að og frá kaffihúsinu. Þannig er að á mánudag vaknaði ég með rooooosalega vöðvabólgu og verk frá mjóbaki og upp að eyranu sem er hægramegin á mér þegar maður horfir framan í mig. Vont. Er búin að liggja á hitapoka dag sem nótt, og fyrir utan göngutúr í gær, bara halda mig inni. Íbúfen og hitapoki í 2 daga. Núna er þetta aðeins betra,en samt pirrandi ennþá. Líklega blanda af of miklu gítarspili undanfarið, mikilli tölvunotkun, lélegri dýnu og vondu formi sem ég er í, því það er dýrt í sund og langt að fara. Kláraði þó Dagbók Önnu Frank, og er langt komin með Harry Potter III, og þá þarf ég að kíkja á bókasafnið og ná í eitthvað skemmtilegt á þýsku. Byrjaði á lítilli grein eftir Nietzsche á þýsku, það er níííííííð-þungt, og ekkert til að leika sér með fyrir byrjendur eins og mig. Held mig bara við ensku og íslensku í heimspekinni for the time being.
VONBRIGÐI spila hér á morgun, Dunkerclub, á Dunkerstrasse. Verð að kíkja á það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli