Jæja, komin heim eftir ótrúleg ævintýri á Spáni. Ég er afar sátt við þetta PrimaVera-festival sem ég fór á, og mæli nú eindregið með því. Hver veit hvort maður skelli sér ekki bara aftur á næsta ári. Það fer náttúrulega eftir því hver er að spila, en þetta er upp til hópa mjög alternatív hátíð, og fólkið sem mætir þangað alveg með á nótunum. Ég sá soldið mikið af hljómsveitum í bara nokkur lög og þurfti svo að þjóta annað, því það eru fimm svið þarna og því náttúrulega ekki hægt að sjá öll böndin. En á föstudag náði ég að sjá í heild sinni: Gravenhurst, (breskir, mjög indí, hægt og með uppbyggingu, pínu kimonofílingur), Erase Errata,(3 stelpur frá bandaríkjunum, ææææææðislegar, og söngkonan, sem spilar líka á gítar, lítur út alveg eins og ég, það var fríkað, ég bara stóð og starði...), Psycic TV, (rosalegt show, Genesis P.Orridge með brjóstin út um allt allan tímann),Kristine Hersh (úr Throwing Muses, ein með kassagítar, alveg bara mjög gott, og hún með vel rispaða rödd sem er samt mjög sjarmerandi, sá hana sándtékka fyrr um daginn og þá hélt hún á litla stráknum sínum í fanginu á meðan ooooohhh), Piano Magic (er hlutdræg, því vinur minn er í henni, en samt, þetta var frábært gigg, rosa kraftur og geðveikt gítarsánd, soldið hrátt og flott). Á laugardag sá ég í heild sinni: Text of light,eða missti bara af byrjuninni (sólópróject Jim O'rourke úr Sonic Youth, mjög tilraunaeldhúslegt, sem betur fer inni í auditoriuminu, og maður gat sitið í þægil. stól og hallað aftur augunum og gleymt sér), Tortoise (líka inni í auditoriuminu, óóóóóógeðslega flott tónlist, með tvö trommusett stillt upp á móti hvoru öðru fremst á sviðinu, og svo spiluðu trommararnir svona lífrænt dansíbít eitthvað, og alls konar skrítin hljóðfæri dúkkuðu upp hér og þar, sjúklegt), Wedding Present, (sá næstum allt, þurfti að rjúka alveg í lokin, en mjög gott sjó,.......og svo............Sonic Youth!!!!!
Ég tróð mér í fremstu röð fyrir miðju,og það var alveg þess virði, þau voru ótrúlega flott og einbeitt, og að gera alls kyns vitleysu uppi á sviði eins og að klifra eitthvert upp á hliðina á sviðinu og hengja gítarinn þar og láta hann svo bara vera þar að fítbakka, og bara þau voru á fullu allan tímann, tóku mikið af Sonic Nurse, en uppklappið var Expressway to your skull í brjáluðustu útgáfu sem ég hef heyrt, og eftir það þá bara nennti ég ekki að sjá neitt meira og fór upp á hótel. Vildi bara vera ein og jafna mig. Þetta eru tvímælalaust langbestu tónleikar sem ég hef farið á á ævinni, betra en bæði Tindersticks og PJHarvey sem voru saman í fyrsta sæti hjá mér áður. En ég hugsa að ég fari ekki á neina tónleika fyrr en bara á S.Y. þegar þau spila í ágúst. Finn fyrir smá tómleikatilfinningu núna, ligg bara í sófanum og hugsa um ævintýrin öll á Spáni. Rosa þreytt, en glöð. Held'að ég sofni snemma í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli