Leita í þessu bloggi

sunnudagur, júní 26, 2005

jæja, verð að fara að lækna síðuna af hverju svo sem hún er að þjást af. hef bara soldið lítinn tíma framundan. er búin að vera að taka því eins rólega og ég get útaf risa flugnabiti sem ég fékk á hnésbótina, ég er sko með ofnæmi fyrir moskítóflugum. fóturinn var bara bólginn en nú er þetta að lagast. þarf að læra slatta, og æ, þetta er leiðinleg upptalning á staðreyndum. dreymdi undarlega. ætla að fá mér te og sjá hvort ég muni draumana...
nei, mundi þá ekki. mæli með bókinni infernó eftir august strindberg. er rúmlega hálfnuð og hún er ótrúlega fín. fíla bækur sem fyrir koma klikkaðir kallar eða kellingar. það er smá sami fílíngur í þessari og í kafka-bókinni réttarhöldin. rosalega á ég eftir að sakna bókasafnsins hans davíðs. við erum barasta lesóð hér. besta í heimi er að liggja í 30 stiga hita í sólbaði og lesa góða bók. góð bók er gulli betri. ha, það eru nú orð að sönnu. er á leið í tyrkneskt kvennabað í tyrkjahverfinu kroizberg. það er soldið eins og byrjun á bíómynd. hvað er þetta með mig að finnast allt sem ég er að gera vera eins og atriði í listrænni evrópskri bíómynd? það er nú soldið klisjulegt. púff.

Engin ummæli: