Leita í þessu bloggi

sunnudagur, júní 05, 2005

nokkrar tilviljunakenndar hugmyndir úr kolli mínum:
elska þrumuveður, núna er rigning og þrumur og eldingar og við opnuðum alla glugga til að heyra betur. Þurfti að kúka áðan, er búin að kúka núna, það var gott. Er að drekka te, grænt jasmínute með mjólk og hunangi er best. dreymdi leiðinlegan draum í nótt, en það var eitt skemmtilegt í honum, ég var leikkona í þjóðleikhúsinu að læra texta og máta búninga og eitthvað svoleiðis. finnst bretar yfirleitt fyndnir, og breskur húmor er fyndnastur. allt undir tuttugustiga hita er of kalt, ég er mesta kuldaskræfa sem ég þekki. talaði prýðilega þýsku í heillangan tíma í gær, töluðum um uppeldi og áhrif gamla austurþýskalands á uppeldisaðferðir á leikskólum berlínarborgar í dag. er tónlistarnörd, ég er alltaf að hlusta á, tala um, hugsa um, velta fyrir mér eða semja tónlist. meira að segja þegar ég er að lesa bók eða að reyna að sofna. er yfirleitt með allavega eitt lag á heilanum, stundum fleirri en eitt á sama tíma. finnst oft að ef fólk heyrði eða sæi inn í heilann minn, myndi það verða hrætt við mig og loka mig inni, samt er ég ekkert hættuleg. síðasta vika er búin að vera frábær: las góða heimspeki og samdi lag með elvari. í næstu viku verð ég að klára einhverjar ritgerðir, svo það verði ekki allt í síðustu vikunni.

Engin ummæli: