Það er semsagt liðin vika án nokkurs bloggs, og er það nú ekki gott. En mér til varnar get ég sagt að lungan úr þessari viku var ég veik, og svo var tölvan eitthvað lasin líka. Ekki stabílt netsamband, alltaf að detta út og þá þarf að rístarta til að fá aftur inn netið. Þetta er nú samt að lagast eitthvað og flensuna hef ég ráðist á með slímlostandi freiðitöflum, fúkkalyfjum og einhverju hóstasafti sem hafa þær aukaverkanir að hendur mínar skjálfa eins og í áttræðu gamalmenni. Jájá, en slímið er að fara. Þetta er soldið eins og í hryllingsmynd, slímið er að yfirgefa líkama minn eftir að hafa gert mig að hýsli sínum...úúúúú. Hvað um það, að öðru merkilegu. Við gengum á Þorbjörn í gær, Elvar, Óliver og ég. Fyrsta fjallgangan hans Ólivers, og það var vel af sér vikið, því það reyndi smá á. Fjallageitur eins og Dr. Gunni hlægja samt áræðanlega, en þetta var afrek á okkar mælikvarða. Það var sko ættarmót undir rótum Þorbjörns, sem er rétt utan við Grindavík. Allt fór vel fram og nú á ég óljósar myndir í kollinum af fullt af ættingjum sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti. Ég er svo hrikalega ómannglögg að ég man nú fæst andlitin, en það er notalegt að vita af einhverju fólki úti í bæ sem eru í sömu ætt og maður sjálfur.
Svo er Næturvörðurinn að fara af stað. Fyrsti þáttur eftir árshlé er næsta laugardag, og þema hans er Velkomin/Welcome/Willkommen/Bienvenu..Semsagt þáttur sem býður fólk velkomið að viðtækjunum. Ég er farin að hlakka til, undarlega ávanabindandi að fást við dagskrárgerð fyrir útvarp...jú-hú!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli