Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Brigðult samband við netheima á Laugarvatni þessa daganna. En það er svo sem ekkert að frétta. Vinn í gufubaðinu, og það er besta gufubað í heimi, svo allir að koma og heimsækja mig og prufa það. Svo kom útlenskt úrhelli og þrumur og eldingar áðan, en rétt áður var sól og hiti, svo kom líka haglél, þetta gerðist allt á svona 20 mínútum,eða svo. Síðan hélt amazon-rigningin áfram, og er enn að. Ég er að lesa "Einhvers konar ég", eftir Þráin Berlelsson, en verð að taka tíma á hverjum degi til að lesa Schelling og punkta hjá mér, og eins að lesa smá listaheimspeki og punkta hjá mér, og að lokum að lesa eitthvað sem ég hef ekki ákveðið og punkta hjá mér, og úr þessu þyrftu 3 ritgerðir að verða til mjög fljótlega, þar af ein á þýsku en hinar tvær á ensku. Sú þýska verður annað hvort skrifuð á ensku og farið þess á leit við þýskan vin að vera þýdd, eða að hún verður skrifuð með orðaforða barns. Ef til vill er það betri nálgun, þegar öllu er á botninn hvolft. Heimspeki er jú að átta sig á að maður veit alltaf minna og minna, minna í dag en í gær. En ritgerðir, hér kem ég, óhrædd og tilbúin. Hvort sem þið verðið góðar, sæmilegar eða arfaslakar, þá verðið þið skrifaðar í átaki næstu daga og vikur.

Engin ummæli: