í gær átti ég skrítinn dag, þar sem mér fannst allan daginn að hundraðkallar væru fimmtíukallar. kannski ber það vott um hvað "góðærið" í landinu er farið að hafa víðtæk áhrif á mann, meira að segja hundraðkallarnir líta orðið út fyrir að vera smámynt. ég sá kannski verðgildi þeirra... Hvaðumþað, peningar eru nú ekkert til að hafa áhyggjur af, fremur en annað. Maður bara kaupir það sem mann vantar, og borðar þegar maður er svangur og reynir að vinna þá vinnu sem býðst, og sjá...lífið heldur áfram, skuldir greiðast, rigningu styttir upp og sól brýst fram úr skýjum. ég er samt enn atvinnulaus á virkum dögum, svo nú fer hver að verða síðastur að festa sér mig í vinnu í vetur. ég er ógeðslega skemmtileg, í alvöru....
Hlakka til að mála veggi, fáum lykla að íbúð á morgun. ég ætla að mála með mikið af gleði og góðri tónlist, og þá verður alltaf gaman í húsinu og mikil sköpun. festa kreativítetið í blauta málninguna á veggjunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli