Leita í þessu bloggi
sunnudagur, september 18, 2005
Ég hef bara ekkert bloggað í óratíma. Þannig er nú bara þegar maður er að vinna við að skrifa texta, þá mætir það afgangi þegar maður er ekki í vinnunni. Ég er að vinna slatta, er að fara að vinna meira uppi í útvarpi, og það leggst svaka vel í mig. Óliver var með afmælisveislu uppi á Laugarvatni í dag. Hrafnhildur amma bakaði á við 15 manna veisluþjónustu og ég get ekki gert upp á milli fílakaramellutertunnar, skyrtertunnar eða baby-ruth-tertunnar. Vááááá, og ég léttist líklega ekki þessa helgi. Takk fyrir mig og mína. Svo fór ég á tvenna tónleika á föstudagskvöld, Hermigerfil og Baggalút. Afskaplega gaman allt saman. Verð að muna að fara snemma að sofa í kvöld, til að geta vaknað á skaplegum tíma í fyrramálið. Skaplegur tími: hálf-sjö....úff!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli