Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, september 06, 2005
Já, ég er semsagt farin að skrifa um menningu og þess háttar á blaðinu. Ég og stúlka sem heitir Sara skiptumst á að skrifa dagskrá, um bíómyndir, um tónleika, um geisladiska, stutt spjöll við fólk, stjörnuspá, og annað tilfallandi á öftustu síðurnar. Það er bara þrælfínt, en rosalega er maður lengi með strætó í vinnuna. Ég tók strætó í gær og var 3 korter með tveimur vögnum, og svo keyrði ég bílinn hans Ingó í morgunn, og var í korter!!! það er glatað. Neyðist maður bara til að eiga bíl á Íslandi af því að strætókerfið er meingallað? Og það á að vera nýkomið úr andlitslyftingu? Fargings garg. Varðandi fyrirspurn um næsta þema Næturvarðarins er það Silfur, og svo þar næst er Brons og aðrir óæðri málmar. En eitt í einu: Silfur-þáttur næsta laugardagskvöld.Hugmyndir berist hér að neðan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli