DÍSSSES hvað það er mikið myrkur þegar klukkan er sjö á morgnanna á veturna. Það er þykkt og svart. Mér fannst eins og það væri teppi úti í stað lofts. Svört bómull kannski. Allavega alltof alltof dimmt. Það ætti að banna fólki að vinna fyrir klukkan 11 á morgnana í desember og janúar. Það væru sektir og allt. Gjöra svo vel að sofa til 10, annars áttu yfir höfði þér fjársektir og jafnvel fangelsi. Þegar ég kemst til valda mun sko margt breytast...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli