Jæja börnin mín. Næsta laugardag, 17. desember, er síðasti Næturvörður fyrir jól og þemað er því að sjálfsögðu....Jólasveinn eða Santa! Hvílík dýrð, hvílík dásemd, en þeir eru nú einmitt ekkert nema dásamlegir þessir jólasveinar. Þeir eru einmitt byrjaðir að gefa Óliver í skóinn, og í nótt kom Giljagaur með byssu og handjárn!!! Hann er nú meiri gaurinn þessi Giljagaur. Hugmyndir í þemað skilist hér að neðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli