Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

ég ætla að vakna snemma í fyrramálið og fara í sund, og ná af mér þessari litlu sætu bumbu sem ég þarf ekki að vera með framan á maganum. There, said it. Núna er ég búin að senda þessa ákvörðun mína út á alnetið og því mun ég neyðast til að vakna snemma, hversu mikið sem mig langar til að sofa lengur í fyrramálið. Ég mun vera ógeðslega mygluð, en bara í einn dag, því ef planið mitt tekst og ég vakna fyrir allar aldir (klukkan 7) og fer í sund í fyrramálið verð ég líka yndislega þreytt annað kvöld og sofna snemma og það hljómar skuggalega mikið eins og regla. Ég þarf reglu. Ég er bara krakki sem þarf reglu. Kannski ég ætti að kaupa mér reglustiku?

Engin ummæli: