Leita í þessu bloggi
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Jæja, kvefbakteríur allra landa sameinuðust í höfðinu á mér, og eru nú að halda ráðstefnur í nösunum, hálsinum og bak við augun. Það er svo rosalega gaman í þessu sammenkomst að ég bara ligg fyrir og leifi þeim að njóta sín í svolítinn tíma. Ekki loku fyrir það skotið að ég sé bara lasin aftur!!! Langar þó svo mikið í vinnuna á morgun að ég er að spá í að taka stöðuna á mér á morgun í sundi, því það er partur af því að koma reglu og rútínu á líf mitt að fara í sund á hverjum degi, og blogga á hverjum degi. Ég gæti þó þurft að endurskoða sund á morgun, en blogg dagsins er allavega komið á sinn stað, og þá er sagan öll. Farin aftur að liggja og vera ráðstefnuhöll fyrir kvef.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli