Leita í þessu bloggi
föstudagur, febrúar 17, 2006
skemmtilegir dagar eru dagar sem gerast ósjálfrátt. Maður vaknar fyrirhafnarlaust, og fær sér morgunmat sem dugar langt fram á dag. Svo mætir maður í vinnu og verkefnin klárast bara eins og af sjálfu sér. Símtöl hringjast, email sendast, og maður uppgötvar að maður er búinn að gera allt og klukkan er ekkert svo mikið. Þá man maður að mann langar í kaffi og viti menn: það er alveg að koma kaffitími, og maður bara fær sér kaffihlé. Ef allir dagar væru svona, væri heimurinn indislegur staður til að vera í. Hlutir leysast nefnilega oftast náttúrulega ef maður hættir bara að hugsa um þá...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli