Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, apríl 13, 2006
besti dagur í heimi í dag! Ég fékk að vera ein heima og gera nákvæmlega það sem mér sýndist, svo ég var í náttfötunum fram eftir degi og las sænska spennusögu, svo þegar ég ætlaði að fá mér kornflex var ég svo löt í hausnum eitthvað að ég stráði samviskusamlega maldon-salti yfir kornflögurnar með mjólkinni. Mér fannst þetta eitthvað smá undarlegt, og horfði hugsandi í smá tíma á skálina áður en ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert...svo fattaði ég það, og hló. Síðan er ég búin að lakka neglurnar, hlusta á Ghostdigital nýju(Geðveik) og Belle and sebastina nýju(otrúlega djollí og hressandi), og svo fór ég á kaffihús með Baddý og las frönsk, ensk og þýsk tískublöð! Á leið í lamb til mömmu og pabba. Vei!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli