Leita í þessu bloggi
mánudagur, apríl 24, 2006
Já, komin til Keflavíkur, og afleggjarinn fer í hálskirtlatöku í fyrramálið. Þannig að mitt hlutverk verður að halda ró minni og hlúa að honum á allan mögulegan hátt, næstu tvo sólarhringa eða svo. Líður pínulítið eins og hann sé að verða lítill aftur, því þá þurfti jú að hafa hann í svona ,,intensive care", allan sólarhringinn. Þetta verður áreiðanlega allt í lagi, hann er svo mikil hetja. Ég er með nóg af tónlist meðferðis, eitthvað að lesa líka, og svo lánuðu Áseir, Luka Snær og Antoine Svanur okkur fullt af barnaefni til að horfa á á spítalanum. Frostpinnar í öll mál, hér komum við!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli