Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ókey, ég gerði þá æðisgengnustu afgangasamloku sem ég hef gert á æfinni áðan. Þannig er að ég á eftir að fara út í búð og versla, og ég ákvað að éta það nýtilega úr ísskápnum áður, til að búa til pláss. Ég get svarið fyrir það að ég var næstum því búin að henda fullt af þessu dóti, en ákvað í rælni að prufa hvort ég gæti gert eitthvað ætt fyrir mig í staðin. Í samlokuna fór:

2 brauðsneiðar, sem voru orðnar svo harðar og ógeðsl. að ég ristaði þær aðeins til að gera girnilegri
1/3 gamall og brúnn avokado-ávöxtur
2 síðustu sneiðar af beikoni sem rann út í gær
1 egg, sem var reyndar nýtt og gott, maður tekur ekkert sénsa með egg, því ef þau eru off eru þau bara off
2 spægipylsusneiðar, skorpnar
afgangur af sveppa og rauðrarpaprikubitum sem Elvar skar niður í síðustu viku
smjörvaleifar
Maldonsalt (eina gúrmeiið sem til er í búinu)

Ég spældi egg og steikti flesk, sveppi og papriku
henti þessu á smurða ristaða brauðsneið og bætti á avokado og spægipylsu og salti.
Tilbúið!
SHHHHIIIIIIIIITTTTTTTTT
Ég er reyndar öll löðrandi í eggjarauðu, en það er bara gaman.

Engin ummæli: