Leita í þessu bloggi
laugardagur, apríl 29, 2006
nú er ég of sein, og missti af því að skrifa föstudagsfærslu, en samt ekki farin að sofa því klukkan er bara tíu mín,í eitt AÐFARANÓTT laugardags. Alveg löglegt, sko, og eina ástæðan fyrir því að ég náði ekki að blogga var bara sú að það var svo gaman alveg allan morguninn, daginn og kvöldið að ég komst ekki til þess. Sund með Sif, kaffihús, lautarferð á Austurvelli, ískaup, smá hlustun í RÚV og aðeins meiri vinna, svo hitta gott fólk, síðan leit að Anchor-man sem ég fann, leigði og horfði á, og svo rúnturinn skila dýnum, finna kvöldsnarl, rúnta meira og enda sæl og glöð í þægilegu indislegu rúmi með þægilega yndislega sæng og yndislegan strák við hliðina á mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli