Leita í þessu bloggi

föstudagur, maí 12, 2006

takk fyrir allar ofsafengið, klikkað, geðveikt, brjálað, ruglað, geðsjúkt, yfirnáttúrulega, stórbrotið, æðislega, frábærlega góðu hugmyndirnar. (fannst ég ekki búin að nota nógu mikið af yfirdrifnum lýsingarorðum upp á síðkastið, bætti hér með úr því). Já Hemmi minn, kominn föstudagur, og nú er ég bara með hnetuköku og kaffi í maganum að melta á fullu og nýbúin að taka ógurlega (flott yfirdrifið lýsingarorð) mikið af góðum fugla- og fluglögum á safninu, og er að hlusta (núna er platan Magnyl með Botnleðju í, hún er rosa fín!). Ólyst, snilldarlag. Já, langar á alla tónleikana sem verða í næstu viku, ætla að reyna að fara á Joönnu á þri. og Coco Rosie á mið, en veit ekki hvort ég meika að sleppa að horfa á Silvíu og fara aftur á Joönnu Newsom á fimmtudag, en hún er geðbilað góð (gott lýsingarorð). sko ef það vill einhver horfa á You row, viss Jón? heima hjá mér þá ætla ég að vera í stuði og drekka einn bjór, og halda með Silvia Night.

Annars mæli ég með diskinum Apple O' með hljómsveitinni Deerhoof!
Vá!

Engin ummæli: