Er flutt, en margir kassar eru enn ótæmdir, og mikið dótarí óraðað. Erum í þessu bara, og svo verður slegið upp garð/innflutningsveislu sem öllum er boðið í. Játs. Dugar ekki minna. Langt síðan ég hef staðið fyrir veisluhöldum. Held bara síðast í Berlínarborg. Enda ekki hægt að bjóða nema 2 manneskjum í 43 fermetrana sem við bjuggum í, og þá var húsið fullt út úr dyrum og allir þurftu að vanda sig við að labba og snúa sér við og svona. Núna: Heilir 76 fermetrar OG garður. Samtals: Nægt pláss fyrir alveg þúsundir manna...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli