Leita í þessu bloggi

laugardagur, ágúst 05, 2006

Nokkurra mánaða grábröndótt ómerkt kettlingalæða elti okkur frá Klapparstíg og heim áðan. Vorum í nammidagsgöngu á heimleið, og hún elti mjálmandi. Leit út fyrir að vera svöng og kláraði fulla mjólkurskál heima hjá okkur. Nú er Elvar að leika við hana og hún er að leika með bolta úti í garði. En hver á hana? Verðum að fara í ferð á Klapparstíginn á eftir og banka upp á hjá fólki.

Engin ummæli: