Leita í þessu bloggi
föstudagur, ágúst 25, 2006
Við flugum út, lemtum í Allicante. Eyddum viku í ,,Þúsund pálmatrjám" (Mil Palmeras), þaðan sem farið var í styttri ferðir í sirkus, tívolí og rennibrautagarð. Einn dagur í versl, margir dagar í sólbað á strönd. Margar Klörur drukknar! Óliver brúnn, og afar sáttur. Ég soldið brún líka. Á tenniskjól, sem mig er búið að dreyma um að eiga í morg ár. Lærði spænsku á hverjum degi í viku. Gleymdi að lesa skáldsögurnar sem ég tók með, því það var svo góð spænskukennslubók í íbúðinni. Held uppi einföldum samræðum á strönd. Óliver stilltur næstum alltaf, fékk samt soldið mikið nammi og dót, en það var nú sumarfrí. Hann byrjaður í leikskóla, við byrjuð að standsetja vinnuaðstöðu. Mikið spilerí framundan. Í mörg horn að líta. Verð að reyna að gera bara eitt í einu svo ég snúist ekki bara í hringi um sjálfa mig og framkvæmi ekkert. Farin að skipuleggja mig, bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli