Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Hvernig stendur á því að svona kuldi fær mig til að þurfa að sofa meira en áður? Ég þarf bara einhverja 11 tíma annars er ég ónýt. Það sem er að redda mér er að ég á æðislegt rúm og yndislega sæng, en get eiginlega ekki hugsað mér að fara í "útið". Úti í þessum stóra heimi sem er svo spennandi og fullur af lífi og skemmtilegum hlutum, er bara of kalt fyrir minn smekk. Þarf alveg hreint að manna mig upp í að hlaupa úr heimili yfir í bíl. Svo skelf ég þar kappklædd hálfa leiðina í vinnuna, þar til miðstöðin er búin að vinna vinnuna sína. Tíni af mér spjarirnar bara til að láta þær allar á mig aftur og pína mig til að hlaupa úr bíl og í vinnu. Þar er þokkalega hlýtt, en annars er ég alltaf með peysur og alls kyns hlýtt þar til að vefja mig í. Helst vildi ég eiga tvær sængur, eina uppi í rúmi og eina til að vera vafin í þegar ég sit fyrir framan tölvuna í vinnunni. Eða, ...ég tek með mér ullarteppi á morgun. Já, það er málið. Vetur fyrir mér er það að þrauka kulda. Að meika að halda áfram að gera það sem gera þarf, þrátt fyrir kulda. Ég er með andlegt og líkamlegt kuldaofnæmi á háu stigi. Nú fer ég bráðum að spila Brasilíska tónlist og alls kyns suðræna tóna, og hugsa um pálmatré og drekka ananassafa. Öll trikkin sem sporna gegn vetri og kulda. Bara láta eins og maður búi í hitabelti, og einhvern tíma hlýtur svo að koma aftur vor...

Engin ummæli: