Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, desember 27, 2006

Ég ætlaði að taka einhvern hversdag á þetta, en í raun er bara enn hátíðarlíf. Ég fékk mér því graflax og graflaxsósu (jólagjöf sem elvar fékk) í morgunmat og ristaði með þessu brauð (brauðrist frá Rúnari og Gróu). Svo sit ég í einni jólagjöfinni (hnésokkar, röndóttir, mapa) og horfi á aðra jólagjöf (SY:Corporate ghost - the videos 1990 - 2002, frá mér til mín) . Í kvöld væri ég til í að lesa jólabók, en í gær borðaði ég mikið jólakonfekt. Svo á ég líka eftir að horfa á Himininn yfir Berlín (jólagjöf frá Elvari) en nú ætla ég að hella mér upp á kaffi í ofurkaffijólagjafavél frá Sævari og Hrafnhildi). Ég er sko ekki komin í hversdaginn....hvað finnst ykkur um álfana hér að neðan?

Engin ummæli: