Kann ekki að koma því hvernig mér líður í dag almennilega í orð. Hefur eitthvað með álag og skort á dagsbirtu að gera. Fór samt í stuttan göngutúr áðan, sá og heyrði í lúðrasveit, keypti maltígleri og lakkrísrör, og fór á eina myndlistasýningu. Mátaði smá föt líka, Rokksmiðja Öldu, á Suðurgötu í Keflavík er með flottustu föt í heimi. En þetta með dagsbirtuna, það rænir mig orku. Ég er ekkert döpur, það er nóg að gera og allt skemmtilegt o.s.frv. En mér finnst eins og ég sé permanentlí föst í einhverri dúnsæng og komist ekki úr henni til að takast á við raunveruleikann. Hugsa aðeins hægar, vakna hægar, sofna hægar. Já, ég er í hýði eins og birnir og birnur á veturna. Stórundarlegt.
Á öðrum nótum: Besti útvarpsþáttur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð er Laugardagsþátturinn í dag, 9.12.2006 á Rás 1. Þáttinn má hlusta á í tvær vikur hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4277750
Engin ummæli:
Skrifa ummæli