...og enn er verið að japla á konfektmolum, ostum og graflaxi, svona í bland við annað hollara. Enda liggur hátíðarmaturinn undir skemmdum, og um að gera að gúffa þessu bara í sig, illu er best af lokið. Hollustan er þó að læða sér inn, og ég fékk mér til dæmis heilsusjeik í morgunmat (ab-mjólk, mjólk, hveitiklíð, banani og hnetusmjör), og fór í spinning-tíma áðan, alveg hreint stórgóðan. er að spá í að blanda spinning, jóga og pilates saman úr stundatöflu Perlunnar, líkamsræktar í Kef. og synda svo líka með. Þetta all saman í bland ætti að tryggja að a) ég fæ ekki leið á líkamsrækt, b) skammdegisþunglyndi ráðist ekki á mig eftir hátíðarnar og ...síðast en ekki síst... c) ég nái að tálga af mér svona 2 kíló, svo ég verði ofurmegabeib. Að sjálfsögðu er aðalmálið reyndar bara að ná upp góðu þoli, svo að maður geti hoppað og skoppað og blási ekki úr nös, enda er það bara svo skemmtilegt. Heilsa mín verður nú líklega eitthvað í lágmarki í viku eða svo þar sem ég er að taka Metronidazol Alpharma, Nexium esomeprazol og Klacid clarithromycin samkvæmt læknisráði. Líður svolítið eins og Megasi í "Við sem heima sitjum", en útkoman að viku lokinni á að vera: Dauði Helíóbakter!
Að lokum, bætti hér inn link á Orra. Skil ekkert í mér að hafa ekki linkað á hann fyrir löngu, ég sem les hann oft.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli