Er ég orðin svo vön því að drekka espressó að mér finnist venjulegt kaffi vont? Te, eins og ég sagði áður, er hins vegar alltaf gott. Besta er grænt jasmínte með hunangi og mjólk. Það er heilsudrykkurinn minn. Farin að fá mér svoleiðis og víííííí lyfin klárast á morgun. Þá er ég orðin Heiða mínus magabakterían Helíóbakter. Splunkuný tilvera, hvernig ætli það verði? Besta fjárfesting síðasta árs: Sonic Youth DVD-diskurinn. Hann er svo góður að það skiptast á gæsahúðir, kekkir í háls, kuldahrollar og stuðóp.
Að lokum: Til hamingju með sextuxafmælið, David Bowie. Ég er laus til að koma í kökuboð á miðvikudag, föstudag og sunnudag. Aðra daga í þessari viku er ég upptekin...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli