Leita í þessu bloggi
laugardagur, janúar 06, 2007
Tja, helst í fréttum? Nú, ég er ekki með nema eins og hálfan mátt í höndunum (sjaldgæf aukaverkun), svo er mér stundum kalt inní maganum (weird...) og svo svaf ég í 16 tíma og var samt þreytt...er enn þreytt. Þetta er allt tímabundið ástand vegna lyfja. Muna það, EKKI varanlegt ástand (note to self). Ég er vakandi, en samt soldið slöpp og máttlaus. Hef ekkert að lesa, búin með bókasafnsbækurnar. Þarf að lesa eitthvað þar til mig tekur að syfja. Kannski dreg ég bara upp eina góða Kim-bók eftir snillinginn Jens K. Holm, hinn danska. Þar eru glæpir leysanlegir, og hinir góðu vinna að lokum. Allir eru sanngjarnir, og meira segja vondu kallarnir viðurkenna sök sína og verða því ósjálfrátt batnandi fólk, sem er best að lifa. Danmörk sjöunda áratugarins, í smábæ. Sakleysi, sem fyrirfinnst ekki lengur í þessum heimi. Gott að það er enn hægt að lesa bækur og hverfa inn í aðra (og betri) heima.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli