Leita í þessu bloggi

laugardagur, apríl 21, 2007

Það tók mig marga klukkutíma að ná utan um allt það sem hafði gerst á einni viku. Það er að takast, en ég þurfti að horfa á marga fréttatíma, og hef ekki alveg náð í skottið á samtímanum, eftir að hafa vart snert tölvu né séð sjónvarp þennan vikutíma. Mikið er samtíminn sérstakur, umfjöllunin fellur saman við hann, svo manni finnst eins og maður hafi misst af honum þegar einmitt maður fékk hann mest í æð. Hvað stendur upp úr í þessari ferð? Vart hægt að gera upp á milli, en þó er ljóst að Vestmannaeyjar eru stórkostlegur staður og fólkið alveg sérstaklega yndislegt!

Engin ummæli: