Leita í þessu bloggi
sunnudagur, júlí 29, 2007
Það er svo gott að labba úti á kvöldin, sérstaklega um kvöldmatarleytið þegar fáir eða enginn er á ferli. Mér líður svo vel eitthvað, þegar ég fæ það á tilfinninguna að ég eigi bæinn ein. Það er líka frábært að hitta fólk, ekki misskilja mig, en bara stundum er best að vera aleinn með hugsunum sínum. Ég át borgara í sólinni áðan um áttaleitið, og sat í smástund á steinvegg og hugsaði. Ekkert djúpt eða neitt, bara hugsaði um hitt og þetta og allt og ekkert. Svo labbaði ég og keypti mér sjeik í eftirmat. Það var logn, sól og ég hitti engan. Rétt eins og það væru jólin bara og allir heima hjá sér. En ætli það hafi ekki bara verið eitthvað ægilega fínt sjónvarpsefni sem enginn vildi missa af nema ég. Mér finnst gott að missa af sjónvarpsefni. Get bara horft á það sem ég vil í tölvunni online þegar sá gállinn er á mér. Er t.d. búin að horfa á alla 1. seríu af Scrubs. Engar auglýsingar, og alltaf hægt að stoppa þegar maður vill ekki meir, og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Já, ég held svei mér þá að sjónvarpstæki sé tilgangslausasta heimilistækið á mínu heimili. Útvarpið, plötuspilarinn og tölvurnar eru bestu heimilistækin. Og hraðsuðuketillinn rokkar!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli