Leita í þessu bloggi

mánudagur, ágúst 20, 2007

Elvis2 var með svo skemmtilega upptalningu á gíturunum sínum að ég ákvað að fara yfir gítarsöguna mína.
1. Ég fékk Yamaha stálstrengja kassagítar frá ma og pa 1987, á hann enn.
2. Keypti mér klassískan gítar í Marseille 1989, á hann enn.
3. Keypti mér svartan Morris, Strat-eftirlíkingu árið 1991, pabbi minn keypti hann af mér og á enn. Sjúklega góður háls.
4. Keypti mér Ibanez í Rín árið 1995. Stefán Hjörleifsson var að selja. Hann var sjálflýsandi gulur og fékk nafnið Gula Ógeðið. Floyd Rose rugl á honum, og ég var glöð þegar honum var stolið af mér.
5. Keypti bláan Fender Telecaster USA, costom made af Þór Eldon 1997. Græt enn þennan gítar og dreymi að ég sé að spila á hann, en honum var stolið úr Pollock-húsnæðinu í Brautarholti.
6.Elvar gaf mér hálfkassa-Washburn gítar í jólagjöf árið 2002. Valdi hann ekki sjálf og fílaði ekki að spila á hann, rakst alltaf í pikköppaskiptitakkann, hann var á svo asnalegum stað. Gott sánd í þessum gítar samt.
7. Skipti Washburninum út í Tónabúðinni fyrir Music Man sem Ingvar fyndni hafði selt einum fastakúnnanum, Dr. Kristjáni. Sá hafði pússað niður hálsinn, s.s. gert hann mjórri og tekið líka pirrandi lakk af hálsinum og í leiðinni pússaði hann af hluta af nafninu en það stóð víst sport einhvers staðar í nafninu. Frábær gítar, á hann enn og Ingvar fyndni reynir reglulega að kaupa hann af mér, því hann er svo góður.
That's it!

Engin ummæli: