Leita í þessu bloggi
mánudagur, ágúst 13, 2007
Mánudagur, og vika vinnunnar byrjuð enn á ný. Helgin var með því fjölbreyttasta sniði sem hugsast getur. Tónleikar með Vetiver á föstudag, frábær myndlistasýning Halls Karls á Eyrarbakka og sextuxafmæli Atla Gísla á Laugardag og Hellvar spilaði á tónleikum á Paddy's með nýjum meðlimi, Alexöndru, á sunnudag. Áðum fyrri hluta sunnudags á Laugarvatni og náðum þar gufubaði. Lokadagur á miðvikudag í gufu fyrir þá sem fíla hana. Auka-lokadagar næstu helgi, laugardag og sunnudag. Gufuaðdáendur sameinist og kveðjið gömlu gufuna á Laugarvatni. Við förum á sunnudag næsta, ef einhver vill vera samfó. Bæó í biló. Heiðó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli