Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Nýtt listrænt átak í gangi hjá mér. Skrifa í hálftíma á hverjum morgni. Bara eitthvað. Keypti mér kínakladda í bókabúð í dag. Svo á ég að þykjast vera eitthvað annað en ég er, eða ímynda mér að ég vinni við e-ð annað en ég geri. Ég valdi að vera í ísl. dansflokknum og því er ég að gera æfingar og dansa í frjálsum dansi um íbúðina, reyna að fara í splitt, fara út að hlaupa og í sund og svoleiðis. Bara gaman. Æfði dansspor úr Abbababb í morgun, sem er ótrúlega töff, eitthvað sem Álfrún gerir. Gerði það ekki eins vel og hún, en samt þokkalega. Á föstudaginn þarf ég að setja mér svona listrænt stefnumót við listamanninn í sjálfri mér. Tveir tímar, bara ég og listamaðurinn í mér og má bara gera eitthvað skemmtilegt, ekkert praktískt. Geggjað!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli