Leita í þessu bloggi

mánudagur, október 01, 2007

Í dag er mánudagur og ég er tilbúin í hann. Vantar að vera dugleg að gera alls kyns, vakna snemma, vera hugmyndarík og klára verkefni. Nóg af þeim sem bíða. Alls kyns hlutir í pípunum: Hellvar-plata, finna út með útgáfu á henni, fá fasta vinnu í vetur, ekki lifi ég af smá frílans-kroti einu saman, koma sér í gott form eftir sælgætissukk og rótarbjórþamb í ameríku, fara að huga að fleirri tónleikum á Íslandi áður en Airwaves verða. Einn geisladiskadómur fyrir hádegi og spinning í hádeginu ætti alveg að gefa tóninn um hvað koma skal. Á einhver vel launaða fasta vinnu fyrir mig, má ekki vera neitt dónalegt?

Engin ummæli: