Leita í þessu bloggi

laugardagur, desember 15, 2007

Hin umdeilda hljómsveit Hellvar leggur nú í innlendan víking og ætlar að heilla Norðurland allt með trommuheila- og nýbylgjupoppi sínu, því hinu sama og gagnrýnendur Monitors hata, en gagnrýnendur Morgunblaðs og Fréttablaðs lofa. Sjá nánar hér
Fengum og prýðilegan dóm í DV í vikunni sem er að líða en mér hefur ekki enn tekist að finna hann á netinu. Þar fengum við 3 stjörnur af 5. En hver er að telja stjörnur svosem? Það sem skiptir máli er að koma á Hellvar-tónleika og sjá fyrir sjálfa(n) sig. Græni hatturinn er það heillin, laugardagskvöldið 15.des er staðurinn. Verðum að fá marga inn, svo hæstvirtur útgefandi vor, Kimi Records, þurfi nú ekki að greiða ferðakosnað úr eigin vasa. Já, ég segi og skrifa: Hellvar er annað hvort æðislega óspennandi og Heiða kann ekki að syngja, eða mjög skemmtilegt og Heiða syngur eins og engill.........Hehehehe. Sjáumst á Akureyri, og ég pant fara í Amaró.
p.s. Ég dj-a vínilplötum í kvöld á undan og eftir gigg! Hííííí-ha.

Engin ummæli: