Vá, ég er varla að trúa því að ég sé að fara til Kína á morgun...ha. En það er víst rétt og því verður lítið/ekkert bloggað hér næstu vikuna eða svo þar sem blogspot er víst lokað í Kína. Ég mun þó skrifa ferðasögu þegar næði gefst, og senda hana til elskulegra popplandsmanna, sem munu birta á vef sínum. Þetta verður nú meira ævintýrið, en það eina sem ég hef ákveðið só far fyrir utan að spila er að ég ætla að borða hund á veitingahúsi. Það verður nú spennó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli